Gul viðvörun yfir helgina

Gul viðvörun hefur bæst við á Norðurlandi eystra.
Gul viðvörun hefur bæst við á Norðurlandi eystra. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul viðvörun er vegna veðurs í dag og á morgun á Norðurlandi eystra, Austurlandi, Austfjörðum og á Miðhálendinu.

Viðvör­un­ tók gildi klukk­an 22 í gær á Aust­ur­landi að Glett­ingi og á Aust­fjörðum og var­ir fram á há­degi í dag, en þar er varað við slyddu eða snjó­komu til fjalla með tak­mörkuðu eða lé­legu skyggni.

Þá hafa bæst við fleiri viðvaranir og hefur Veðurstofa Íslands gefið út gula viðvörun á Norðurlandi eystra sem tekur gildi klukkan 22 og gildir til 18 annað kvöld.

Þar verður vestan 10-18 m/s og staðbundnar vindhviður að 25-30 m/s austan Húsavíkur.

Kemur fram að þetta sé varasamt ökutækjum sem viðkvæm eru fyrir vindum og að mikilvægt sé að tryggja lausa hluti utandyra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert