Gul viðvörun er vegna veðurs í dag og á morgun á Norðurlandi eystra, Austurlandi, Austfjörðum og á Miðhálendinu.
Viðvörun tók gildi klukkan 22 í gær á Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum og varir fram á hádegi í dag, en þar er varað við slyddu eða snjókomu til fjalla með takmörkuðu eða lélegu skyggni.
Þá hafa bæst við fleiri viðvaranir og hefur Veðurstofa Íslands gefið út gula viðvörun á Norðurlandi eystra sem tekur gildi klukkan 22 og gildir til 18 annað kvöld.
Þar verður vestan 10-18 m/s og staðbundnar vindhviður að 25-30 m/s austan Húsavíkur.
Kemur fram að þetta sé varasamt ökutækjum sem viðkvæm eru fyrir vindum og að mikilvægt sé að tryggja lausa hluti utandyra.