Fjöldi gesta mætti á fjölskylduhátíðina Eina með öllu á Akureyri og skemmtu sér í vætusömu veðri í dag.
Á tjaldsvæðinu á Hömrum i kvöld að sögn tjaldvarða um 700 manns á svæðinu og streymdi fólk í tívolí á samkomuflötinni, sem var sæmilega sótt þrátt fyrir rigninguna.
Margir héldu úr bænum í dag og fóru um 2.405 bifreiðar norður um Holtavörðuheiðina, 2.187 um Gauksmýri og 2.689 um Öxnadalsheiði.
Umferð á svæðinu hefur gengið þokkalega að sögn lögreglu og lítið um óhöpp en hvergi skorti gleðina á Akureyri, enda stærsta hátíðarhelgi ársins rétt að byrja.