Skjálftahrina við Fagradalsfjall

Fagradalsfjall.
Fagradalsfjall. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skjálftahrina hófst við Fagradalsfjall í hádeginu. Stærsti skjálftinn varð klukkan 14.02 og mældist hann 4 stig.

Jarðfræðingar hjá Veðurstofunni funda nú um stöðuna.

Stuttu fyrir skjálftann sagði Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is, engan skjálfta í þessari hrinu hafa náð slíkri stærð að fólk fyndi fyrir honum nema það væri statt alveg við upptökin. Stærsti skjálftinn á þeim tíma var 2,9 að stærð.

Spurður hvaða þýðingu þetta hafi segir hann erfitt að segja til um það. „Við gætum átt von á stærri skjálfta þarna á svæðinu og fylgjumst því áfram vel með.“

Þá er ekki útilokað að smáskjálftahrina sem þessi ýti undir eldvirkni á Reykjanesskaganum, en Einar bendir á að síðast þegar eldgos hófst hafi skjálftavirkni fyrst koðnað niður. 

Frétt uppfærð 14.36

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert