Þétt dagskrá á áfengis- og vímuefnalausri útihátíð

Börnin léku sér í sápubolta.
Börnin léku sér í sápubolta. Ljósmynd/ Stefán Pálsson

Góðmennt er á tjaldsvæðinu við Skógafoss, þó það mættu vera fleiri, að sögn Önnu Hildar Guðmundsdóttur, formanns SÁÁ.

Samtökin standa þar fyrir áfengis- og vímuefnalausum hátíðarhöldum yfir verslunarmannahelgina. 

Í gær fóru fram tónleikar þar sem þau Valborg og Rúnar Þór stigu á svið. „Fólk var að renna í hlaðið í gærkvöldi en við eigum von á því að það bætist í eftir því sem líður á.“

Þétt dagskrá

Boðið var upp á sápubolta fyrir börnin í hádeginu, svo verður haldið í gönguferð. Að henni lokinni er sameiginlegt grill og svo verður kvöldinu lokið með tónleikum sem byrja klukkan hálf níu og standa yfir til miðnættis. 

Hópurinn er mikið til samsettur af fjölskyldufólki og ungu fólki, að sögn Önnu Hildar. Hún segir veðrið hafa leikið við hátíðargesti og allt gengið vel. 

Hópurinn er einn með tjaldsvæðið og Anna segir það hafa gengið eftir að halda hátíðinni áfengis- og vímuefnalausri, líkt og stefnt var að. 

Það hefur gengið eftir að halda hátíðinni áfengis- og vímuefnalausri.
Það hefur gengið eftir að halda hátíðinni áfengis- og vímuefnalausri. Ljósmynd/Stefán Pálsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert