Þrír stórir skjálftar urðu á Reykjanesskaganum um klukkan þrjú, sá stærsti mældist 3,9 að stærð.
Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðskjálftahrinunar en stærsti skjálftinn varð klukkan 14:54 og var 3,9 að stærð.
Þetta staðfestir Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is, og segir að stöðug virkni sé á svæðinu.
Klukkan 15:12 varð jarðskjálfti af stærðinni 3,4 og klukkan 15:17 varð síðan skjálfti sem var 3,3 að stærð.