Þrír stórir skjálftar á innan við hálftíma

Skjálfta­hrina hófst við Fagra­dals­fjall í há­deg­inu.
Skjálfta­hrina hófst við Fagra­dals­fjall í há­deg­inu. mbl.is/Skúli Halldórsson

Þrír stórir skjálftar urðu á Reykjanesskaganum um klukkan þrjú, sá stærsti mældist 3,9 að stærð. 

Óvissu­stigi hef­ur verið lýst yfir vegna jarðskjálfta­hrinunar en stærsti skjálftinn varð klukkan 14:54 og var 3,9 að stærð. 

Þetta staðfestir Ein­ar Hjör­leifs­son, nátt­úru­vá­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands í sam­tali við mbl.is, og segir að stöðug virkni sé á svæðinu.

Klukkan 15:12 varð jarðskjálfti af stærðinni 3,4 og klukkan 15:17 varð síðan skjálfti sem var 3,3 að stærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert