Tveir stórir til viðbótar

Mesta skjálfta­virkn­in er norðaust­an við Fagra­dals­fjall.
Mesta skjálfta­virkn­in er norðaust­an við Fagra­dals­fjall. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir stórir jarðskjálftar urðu á Reykjanesskaga rétt fyrir klukkan fimm, sá stærri mældist 4,4 að stærð.

Klukkan 16:52 mældist skjálfti af stærðinni 4,4 og var hann á 3,4 kílómetra dýpi. 

Fimm mínútum síðar mældist annar skjálfti af stærðinni 3,7 á 3,3 kílómetra dýpi.

Um 20 jarðskjálftar hafa mælst yfir 3 á stærð frá því í hádeginu á Reykjanesskaga.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert