Vetur um hásumar

Frá Dreka við Drekagil í morgun þar sem skálaverðir vöknuðu …
Frá Dreka við Drekagil í morgun þar sem skálaverðir vöknuðu við nýfallin snjó. Ljósmynd/Elísabet Kolbrá Úlfarsdóttir

„Það er allt fullt af snjó,“ segir Elísabet Kolbrá Úlfarsdóttir, skálavörður í Dreka við Drekagil. Hún bætir við að snjórinn sem blasti við í morgun hafi komið á óvart þrátt fyrir veðurfréttir gærdagsins.

„Við fréttum náttúrulega að það myndi verða einhver slydda hérna en þegar við vöknuðum var þetta allt öðruvísi en við bjuggumst við. Við vissum að það myndi snjóa upp í Öskju en héldum að það yrði frekar slydda hérna niðri í Drekagili en þetta kom algjörlega á óvart. Það er bara eins og vetur aftur.“

Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur sagði í samtali við mbl.is í gær það vera mjög óvenju­legt að það snjói á þess­um árs­tíma eins og var spáð á hálendinu í gær og raungerðist síðan í nótt.

Margir sváfu í tjöldum við skálann í nótt.
Margir sváfu í tjöldum við skálann í nótt. Ljósmynd/Elísabet Kolbrá Úlfarsdóttir
Ljósmynd/Elísabet Kolbrá Úlfarsdóttir

Stuttbuxnaveður síðasta sumar

Þetta er fyrsta sumar Elísabetar sem skálavörður í Dreka en hún segist hafa heyrt frá örðum skálavörðum að síðasta sumar hafi verið sól og blíða allt sumarið og hún hafði aðeins heyrt um stuttbuxnaveður frá byrjun til lok sumars. Nú þurfi þó ferðamenn í Drekagildi að vera aðeins betur klæddir.

Elísabet segir marga dvelja í skálanum sem stendur en auk þess hafi fólk gist í tjöldum í nótt.

Gestir á svæðinu þurfa líklega að vera betur klæddir en …
Gestir á svæðinu þurfa líklega að vera betur klæddir en síðasta sumar. Ljósmynd/Elísabet Kolbrá Úlfarsdóttir

Enginn hafði komið til skálavarðanna í morgun og lýst yfir furðu sinni á snjónum en einn þriggja ára gutti hafi drifið sig út í pollagallanum til að leika sér í snjónum. Maður fær víst ekki alltaf tækifæri til þess á sumrin.

Frá Dreka.
Frá Dreka. Ljósmynd/Elísabet Kolbrá Úlfarsdóttir

Þarf að klæða sig vel

Lögreglan á Norðurlandi eystra deildi myndum frá Drekagili og svæðinu í kring um Öskju í morgun og hvatti þá sem hafa hugsað sér að fara á hálendið að klæða sig vel og fara á vel búnum bílum.

„Skemmtið ykkur vel um versló,“ bætti lögreglan við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert