Dekk losnaði undan kerru og hafnaði á bifreið

Lögreglan stöðvaði nokkrar bifreiðar í dag vegna gruns um akstur …
Lögreglan stöðvaði nokkrar bifreiðar í dag vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkiefna eða áfengis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um umferðaóhapp á Vesturlandsvegi við Esjurætur laust eftir klukkan eitt í dag. 

Hafði bifreið dregið á eftir sér kerru með bát þegar hljóðbarði losnaði undan kerrunni og hafnaði fram á bifreið sem keyrði fyrir aftan. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. 

Samkvæmt færslu lögreglunnar urðu ekki slys á fólki og tókst öðrum bifreiðum á eftir þeim sem urðu fyrir óhappinu að nauðhemla svo að ekki varð frekara tjón. 

Þá var tilkynnt um eitt minniháttar umferðaróhapp í Kópavogi í dag þar sem engum varð meint af.

Margar bifreiðar stöðvaðar

Nokkrum sinnum frá því snemma í morgun hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvað bifreiðar vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. 

Grunsamlegar mannaferðir

Um klukklan þrjú í dag var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í Grafarvogi. Var þar maður að ganga að hurðum og reyna að opna. Þá barst önnur tilkynning þar um mann sem hafði stolið gaskút. Maður handtekinn grunaður um þjófnað á reiðhjóli og fleiru og vörslu fíkniefna. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert