Jarðskjálftinn mældist 5,4 stig

Skjálftinn varð þrjá kílómetra norðaustur af Grindavík.
Skjálftinn varð þrjá kílómetra norðaustur af Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stór jarðskjálfti varð rétt fyrir klukkan sex á suðvesturhorni landsins en samkvæmt yfirfarinni mælingu Veðurstofunnar var hann 5,4 að stærð. 

Skjálftinn varð þrjá kílómetra norðaustur af Grindavík og mældist á 1,9 kílómetra dýpi. 

Um er að ræða öflugasta skjálftann í jarðskjálftahrinunni sem hófst á Reykjanesskaga á hádegi í gær.

Jarðskjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og á Suður- og Vesturlandi. Meðal annars á Flúðum, Hellu, Vestmannaeyjum, Akranesi og Borgarnesi.

Ritstjórn mbl.is barst ábending um að hann hefði fundist alla leið á Hólmavík á Vestfjörðum.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert