Kaldavatnslaust í Grindavík

Unnið er að viðgerðum við kaldavatnsleiðsluna í Svartengi sem stendur.
Unnið er að viðgerðum við kaldavatnsleiðsluna í Svartengi sem stendur. mbl.is/Sigurður Bogi

Vatns­lögn fyr­ir kalt vatn til Grinda­vík­ur fór í sund­ur við við Svartsengi við stóra jarðskjálft­ann sem varð í dag á Reykja­nesskaga. 

Þetta staðfest­ir Fann­ar Jónas­son, bæj­ar­stjóri í Grinda­vík, í sam­tali við mbl.is. 

Hann seg­ir skemmd­irn­ar staðbundn­ar og unnið sé að viðgerðum í kvöld og lík­legt sé að vinna muni standa fram eft­ir nóttu. Að öllu óbreyttu ætti kalt vatn verið að fara að renna að nýju í Grinda­vík á morg­un. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka