Kaldavatnslaust í Grindavík

Unnið er að viðgerðum við kaldavatnsleiðsluna í Svartengi sem stendur.
Unnið er að viðgerðum við kaldavatnsleiðsluna í Svartengi sem stendur. mbl.is/Sigurður Bogi

Vatnslögn fyrir kalt vatn til Grindavíkur fór í sundur við við Svartsengi við stóra jarðskjálftann sem varð í dag á Reykjanesskaga. 

Þetta staðfestir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, í samtali við mbl.is. 

Hann segir skemmdirnar staðbundnar og unnið sé að viðgerðum í kvöld og líklegt sé að vinna muni standa fram eftir nóttu. Að öllu óbreyttu ætti kalt vatn verið að fara að renna að nýju í Grindavík á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert