Gosið gæti í Grímsvötnum

Sigketill myndaðist yfir eldstöðinni seint á síðasta ári.
Sigketill myndaðist yfir eldstöðinni seint á síðasta ári.

Möguleiki er á eldgosi í Grímsvötnum. Ellefu ár eru frá síðasta gosi en það þykir heldur langur tími þar sem almennt gýs á svæðinu á tíu ára fresti.

Þetta segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Gefinn hefur verið út gulur fluglitakóði fyrir Grímsvötn. Var þetta gert eft­ir að nokkr­ir jarðskjálft­ar stærri en 1,0 að stærð mæld­ust þar síðdeg­is í dag. Stærsti skjálft­inn mæld­ist 3,6 að stærð kl. 14.24 og þykir jarðskjálfta­virkni um­fram eðli­lega bak­grunns­virkni.

Svæðið vel vaktað

„Þetta er svona frekar óvenjulegt á þessu svæði. Þetta stórir og svona margir skjálftar á sama tíma. Það er alltaf hætta á Grímsvötnum en þetta er eitt virkasta eldfjallið hjá okkur núna,“ segir Böðvar og bætir við: 

„Þetta er bara gult til að vara við því að það sé eitthvað í gangi, en ekkert byrjað.“

Svæðið verði vel vaktað af Veðurstofunni á næstunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert