Ljósmæður jákvæðar fyrir 75 ára breytingu

Ljósmæður eru jákvæðar fyrir fyrirhuguðum breytingum á hámarksaldri fólks sem …
Ljósmæður eru jákvæðar fyrir fyrirhuguðum breytingum á hámarksaldri fólks sem starfar í heilbrigðisþjónustu. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Ljósmæður eru jákvæðar fyrir þeirri breytingu sem heilbrigðisráðherra hefur í undirbúningi, að heimila heilbrigðisstarfsfólki að vinna á opinberum stofnunum til 75 ára aldurs.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Til þessa hafa starfslok lækna, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra og annarra heilbrigðisstétta miðast við sjötíu ár. Vegna þess hve mjög vantar í dag fólk til starfa í heilbrigðisþjónustu, stendur til að breyta þessu.

Verði hámarksaldur hækkaður í 75 ár, gildir slíkt bæði um fólk sem vinnur í opinbera geiranum en einnig þau sem reka eigin starfsstofu.

Að hætta störfum við 70 ára aldur hefur til þessa verið óháð „starfsgetu eða áhuga á að starfa áfram þrátt fyrir mikinn skort á heilbrigðisstarfsfólki, sem búast má við að muni aukast enn frekar á næstu árum,“ segir í kynningu á samráðsgáttinni.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert