Rafmagninu sló út eftir skjálfta í nótt

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Árni Sæberg

Raf­magni sló út í öll­um bygg­ing­um ál­vers­ins í Straums­vík, nema í ker­skál­an­um og steypu­skál­an­um þar sem öll fram­leiðsla ál­vers­ins fer fram, í kjöl­far jarðskjálfta­hrin­unn­ar í nótt. Þetta staðfest­ir Bjarni Már Gylfa­son, upp­lýs­inga­full­trúi Rio Tinto, í sam­tali við mbl.is.

„Það duttu út kaffi­stof­ur, boðkerfi og annað en það var lítið mál að setja það aft­ur inn,“ seg­ir Bjarni. Hann ít­rek­ar að ekki hafi verið um neitt al­var­legt að ræða og að þetta hafi ekki haft nein áhrif á rekst­ur ál­vers­ins. 

Starfs­menn öllu van­ir síðan í fyrra

„Það er eitt­hvað högg sem kem­ur við ein­hvern af skjálftun­um í nótt en eins og ég segi: Þetta er bara raf­magns­leysi á öllu öðru en ker­skála og steypu­skála,“ seg­ir hann og bæt­ir við að öll fram­leiðsla ál­vers­ins fari fram í skál­un­um.

Spurður hvort ein­hver hætta sé til staðar fyr­ir ál­verið og starfs­menn vegna skjálfta seg­ir Bjarni viðbúnaðar­kerfi vera til staðar og að all­ir starfs­menn séu vel und­ir­bún­ir fyr­ir svona jarðskjálfta­hrin­ur. 

„Við erum með okk­ar viðbúnað sem er nokkuð vel þjálfaður síðan í fyrra en það þarf bara að fara mjög var­lega,“ seg­ir Bjarni og vís­ar til tíma­bils­ins þegar jörð nötraði ít­rekað á Reykja­nesskag­an­um á síðasta ári áður en að gaus í Fagra­dals­fjalli í Geld­inga­döl­um.

„Þetta gekk allt vel í fyrra og held­ur áfram að ganga vel. Þetta var ekki al­var­leg bil­un og það tókst fljótt að setja þetta inn aft­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka