Slagur hjá Sjálfstæðiskonum í Reykjavík

Höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins í Valhöll.
Höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins í Valhöll. mbl.is/Arnþór

Nýr formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, verður kjörinn á aðalfundi félagsins í dag, auk stjórnar. Formannsslagur er í kortunum, þar sem að minnsta kosti tvær munu bjóða sig fram. Þær eru Andrea Sigurðardóttir og Elín Jónsdóttir, en sitjandi formaður er Jóhanna Sigríður Pálsdóttir.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Andrea Sigurðardóttir starfaði áður sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu en tók nýverið við starfi hjá Marel, sem verkefnastjóri á samskiptasviði. Andrea er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja.

Elín Jónsdóttir er lögfræðingur í eftirliti og rannsóknum hjá ríkisskattstjóra en áður starfaði hún hjá Arion banka.

Félagið áfram í góðum höndum

Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, Nanna Kristín Tryggvadóttir, fagnar því að ungar og efnilegar konur gefi kost á sér.

„Ég fagna því hve mikill áhugi er á félaginu. Það er mikill styrkleiki fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar svona öflugar konur gefa kost á sér. Það er alltaf frábært þegar fólk er tilbúið að stíga fram og láta sig málefni flokksins varða. Það er ljóst að félagið verður áfram í góðum höndum,“ segir Nanna.

Nokkuð er síðan svo ungar konur gáfu kost á sér í formannssæti Hvatar en báðir frambjóðendur eru á fertugsaldri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka