Taka húsnæðið sem lenti í leka aftur í notkun

Aðalbygging Háskóla Íslands.
Aðalbygging Háskóla Íslands. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Húsnæði Háskóla Íslands, sem varð illa úti í vatnsleka, verður á ný tekið í notkun á næstu vikum.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Enn er óljóst hver mun bera kostnað af vatnstjóninu er varð í Háskóla Íslands fyrir um ári síðan, eftir að gömul vatnslögn gaf sig. Dómkvaddur yfirmatsmaður vinnur nú að svokölluðu yfirmati á tjóninu, að sögn Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands. Lagfæringar á húsnæði Háskólans eru hins vegar hafnar.

„Við gerum ráð fyrir að allt verði klárt á næstu vikum. Þegar kennsla hefst vonumst við til þess að rýmin verði nothæf,“ segir Jón.

Að minnsta kosti fimm stórar kennslustofur urðu fyrir skemmdum vegna lekans en skrifstofuhúsnæði varð einnig illa úti.

„Verst úti urðu Háskólatorgið og Gimli en nú standa þar viðgerðir yfir,“ segir Jón. Í Gimli er skrifstofuhúsnæði starfsfólks skólans og félagsmiðstöð en kennslurými og kjallari á Háskólatorgi urðu einnig illa úti í vatnslekanum.

Deilt er um bótaábyrgð í málinu, sem er talið hafa valdið háskólanum milljarðatjóni. Rektor hefur sagt að hann sé staðráðinn í að sækja bótamál vegna vatnslekans af hörku.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert