Allt öðruvísi en síðasta gos

Frá gosinu sem hófst fyrir skömmu síðan.
Frá gosinu sem hófst fyrir skömmu síðan. mbl.is/Hákon Pálsson

Sprungugos er hafið á samfelldri sprungu á Reykjanesskaga. „Þetta er á þeim stað sem búist var við því að gosið kæmi upp,“ segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus.

Hraun rennur í Meradali því er sést greinilega á vefmyndavél mbl.is. Gosið virðist ekki stórt við fyrstu sýn að sögn Páls. 

„Þetta enn annað meinlaust gos“

Mun gosið hafa áhrif á innviði?

„Þetta enn annað meinlaust gos,“ segir Páll og er ekki von á öskufalli þar sem um hraungos er að ræða.

„Þetta er beint yfir ganginum sem hefur verið að hreyfast undanfarið,“ segir Páll. 

Er þetta svipað eða frábrugðið gosinu í Fagradalsfjalli?

„Þetta er allt öðruvísi,“ segir Páll, þar sem um sprungugos sé að ræða. 

„Í Fagradalsfjalli gaus á örstuttri sprungu sem varð síðan að tveimur litlum gígum. Þetta er alveg samfellt gos á sprungu. Þetta er ekki stórt gos en þetta er alveg skýrt,“ segir Páll.

 Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka