Gönguleiðin ekki fyrir óvana

Frá gosstöðvunum í dag.
Frá gosstöðvunum í dag. mbl.is/Tómas Arnar

Göngu­leiðin að eld­gos­inu í Mera­döl­um er ein­göngu fyr­ir vant og vel búið göngu­fólk, auk þess sem kalt er í veðri á staðnum um þess­ar mund­ir. Hvetja al­manna­varn­ir því fólk til þess að bíða áður en það held­ur að gos­inu.

„Það verður ansi kalt. Göngu­leiðin er grýtt og erfið og um lang­an veg að fara,“ sagði Víðir Reyn­is­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá al­manna­vörn­um á blaðamanna­fundi síðdeg­is í dag.

Ráðuneyt­in skoða ýms­ar varn­ir

Varn­ir innviða og aukið af­hend­ingarör­yggi á orku, fjar­skipt­um og fleiri atriði er snúa að gos­inu eru nú í skoðun hjá sam­ráðshópi ráðuneyta sem skipaður var vegna þessa mála í sum­ar, að sögn Víðis.

„Sú vinna held­ur áfram núna. Við lær­um ör­ugg­lega hell­ing af þess­um kafla eins og við lærðum af síðasta og sjá­um bara til,“ sagði Víðir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert