Í kjölfar öflugra jarðskjálfta síðustu daga hefur grjót hrunið úr fjallshlíðum víða á Reykjanesskaga og í Esjunni.
Þetta kemur fram á Facebook-síðu Veðurstofunnar en stofnuninni hafa borist tilkynningar um grjóthrun í Þorbirni og Gálgaklettum við Grindavík, við Kleifarvatn og í gönguleið á Þverfellshorn í Esjunni.
Fram kemur að hrunið í Esjunni hafi verið nálægt toppnum á Þverfellshorni þar sem settar hafa verið upp keðjur. Þá er bent á að austari gönguleiðin upp að Steini liggi neðan við þetta grjóthrunssvæði.
Jafnframt er fólki bent á að fara varlega í og undir bröttum hlíðum, nálægt bröttum sjávarbjörgum og forðast svæði þar sem grjót getur hrunið.
Í kjölfar öflugra jarðskjálfta síðustu daga hefur grjót hrunið úr fjallshlíðum víða á Reykjanesskaga og í Esjunni....
Posted by Veðurstofa Íslands on Miðvikudagur, 3. ágúst 2022