Grjóthrun í Esjunni vegna skjálftanna

Keðjan á Esjunni.
Keðjan á Esjunni. Ljósmynd/Trausti Tómasson.

Í kjöl­far öfl­ugra jarðskjálfta síðustu daga hef­ur grjót hrunið úr fjalls­hlíðum víða á Reykja­nesskaga og í Esj­unni.

Þetta kem­ur fram á Face­book-síðu Veður­stof­unn­ar en stofn­un­inni hafa borist til­kynn­ing­ar um grjót­hrun í Þor­birni og Gálgaklett­um við Grinda­vík, við Kleif­ar­vatn og í göngu­leið á Þver­fells­horn í Esj­unni. 

Fram kem­ur að hrunið í Esj­unni hafi verið ná­lægt toppn­um á Þver­fells­horni þar sem sett­ar hafa verið upp keðjur. Þá er bent á að aust­ari göngu­leiðin upp að Steini liggi neðan við þetta grjót­hruns­svæði.

Jafn­framt er fólki bent á að fara var­lega í og und­ir brött­um hlíðum, ná­lægt brött­um sjáv­ar­björg­um og forðast svæði þar sem grjót get­ur hrunið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert