Sjáðu gosið hefjast

Glögglega má sjá, á upptöku vefmyndavélar mbl.is, augnablikið þegar kvika náði upp á yfirborð jarðar á Reykjanesskaga fyrr í dag. 

Fyrr hafði tekið að rjúka úr jarðveginum og leið ekki á löngu áður en logandi hraun fór að spýjast upp úr sprungu í jörðinni.

Fyrst var greint frá eldgosinu hér á mbl.is, en á meðfylgjandi myndskeiði er farið hratt yfir upptökur frá því fyrr í dag til að varpa ljósi á þróun mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert