Breytt landslag vegna erlendra ferðamanna

Hópur erlendra ferðamanna stilla sér upp við nýja eldgosið í …
Hópur erlendra ferðamanna stilla sér upp við nýja eldgosið í gær. mbl.is/Tómas Arnar

Víðir Reyn­is­son, yf­ir­lög­regluþjónn al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, seg­ir um breytt lands­lag vera að ræða þegar það kem­ur að viðbúnaði og fólks­fjölda á gosstöðvun­um ef miðað er við síðasta gos. Hann seg­ir þessa miklu breyt­ingu vera vegna fjölda er­lendra ferðamanna sem eru á land­inu um þess­ar mund­ir.

Mik­ill fjöldi er­lendra ferðamanna hef­ur lagt leið sína að gosstöðvun­um síðan gosið hófst í gær en Pálmi Árna­son, svæðis­stjóri björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Þor­bjarn­ar, sagði í sam­tali við mbl.is að meiri­hluti göngugarpa á svæðinu væru er­lend­ir ferðamenn.

Reikna með fleiri óvön­um

Víðir seg­ist reikna með tals­vert meiri fjölda á gosstöðvun­um núna held­ur en í fyrra og vís­ar til kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins sem kom í veg fyr­ir að fólk flykkt­ist til lands­ins þegar það hóf að gjósa á síðasta ári. 

„Okk­ar plön miða að því að þarna verði meira fólk og fleiri óvan­ir. Íslend­ing­ar eru nátt­úru­lega van­ir aðstæðum, þótt að marg­ir Íslend­ing­ar hafi lent í veseni síðast. Við reikn­um með að er­lendu ferðamenn­irn­ir verði hrein viðbót við þá Íslend­inga sem hafa verið að fara.“

Hann seg­ir að þeir geti ekki reiknað með öðru en að það verði meira að gera hjá þeim núna held­ur en í síðasta gosi. Þá bæt­ir hann við að það sé á dag­skrá að setja upp skilti og annað á svæðinu sem gæti varað er­lenda ferðamenn við. 

„Það er verið að skoða hvernig skilti myndu koma að gagni og hvar sé hægt að setja þau þannig að þau myndu skila sem mest­um ár­angri.“

Þá bæt­ir Víðir við að al­manna­varn­ir séu í sam­starfi við upp­lýs­inga­gjaf­ar­vef­inn Sa­feTra­vel til að koma fræðslu og upp­lýs­ing­um áleiðis til ferðamanna. Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg held­ur utan um vef Sa­feTra­vel og þar er upp­lýs­ing­um miðlað á nokkr­um tungu­mál­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert