Samgöngustofa gæti sett verulegar takmarkanir eða bann við drónaflugi við eldgosið við Fagradalsfjall ef reglur um drónaflug, sem tryggja eiga öryggi, verða brotnar.
Í tilkynningu frá stofnuninni eru reglur um drónaflug rifjaðar upp og tekið fram að þær hafi verið settar á m.a. til að tryggja aðgreiningu dróna og annarra loftfara.
Þá kemur einnig fram að vegna eldgossins megi búast við reglubundnu rannsóknarflugi flugvéla og þyrlna á vegum stjórnvalda. Samhliða þessu verði skilgreint bannsvæði fyrir dróna á meðan rannsóknarflugið fer fram. Hætt er við að stuttur fyrirvari verði á slíku og mun umfang og gildistími markast af aðstæðum hverju sinni. Því þurfi stjórnendur dróna að fylgjast með nýjustu tilkynningum um slíkt bannsvæði á vef almannavarna.
Reglur um drónaflug: