Rútur og húsbílar á smekkfullu bílastæðinu

mbl.is/Ari Páll

Stríður straumur fólks sem hyggst sjá nýja eldgosið í Meradölum er hafinn þrátt fyrir tilmæli almannavarna um að láta það kyrrt liggja, enn sem komið er. Margir gosgestir eru erlendir ferðamenn og því mikið um bílaleigu- og húsbíla á bílastæðinu sem næst er gönguleiðinni.

Ljósmyndari mbl.is flaug yfir bílastæðin í kvöld.
Ljósmyndari mbl.is flaug yfir bílastæðin í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Blíðviðri tók á móti þeim sem ákváðu að óhlýðnast Víði og voru flestir, þó ekki allir, sem blaðamaður kom auga á, vel í stakk búnir til þess að ganga leiðina, sem er um tvöfalt lengri en leiðin að gosinu í fyrra.

Myndir af gosgestum:

Þessi ferðamaður gæddi sér á heitum drykk áður en haldið …
Þessi ferðamaður gæddi sér á heitum drykk áður en haldið var á gosið. mbl.is/Ari Páll
Þrír gamlir félagar mættust á miðri leið.
Þrír gamlir félagar mættust á miðri leið. mbl.is/Ari Páll
mbl.is/Ari Páll
Flestir kjósa að ganga en sumir hjóla.
Flestir kjósa að ganga en sumir hjóla. mbl.is/Ari Páll
Margaret Rys frá Alberta í Kanada kom hingað með manni …
Margaret Rys frá Alberta í Kanada kom hingað með manni sínum Adrian í fyrradag. Þau hjónin ætluðu í hringferð en fengu eldgos í kaupbæti. mbl.is/Ari Páll
mbl.is/Ari Páll
Stöku rútur koma með ferðamenn sem vilja sjá gosið.
Stöku rútur koma með ferðamenn sem vilja sjá gosið. mbl.is/Ari Páll
Bílastæðið við gönguleiðina er orðið smekkfullt.
Bílastæðið við gönguleiðina er orðið smekkfullt. mbl.is/Ari Páll
mbl.is/Ari Páll
Straumurinn er orðinn mikill af ferðamönnum við gosið.
Straumurinn er orðinn mikill af ferðamönnum við gosið. mbl.is/Ari Páll
mbl.is/Ari Páll
Gjaldskylt er í bílastæðin.
Gjaldskylt er í bílastæðin. mbl.is/Ari Páll
Meira pláss er á hinu bílastæðinu, fjær gossvæðinu.
Meira pláss er á hinu bílastæðinu, fjær gossvæðinu. mbl.is/Ari Páll
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert