Vísbendingar um að sprungan geti lengst til norðurs

Horft til norðurs yfir gossprunguna í gær.
Horft til norðurs yfir gossprunguna í gær. mbl.is/Arnþór Birkisson

Vísbendingar eru um að gossprungan sem opnaðist í Meradölum í gær geti lengst til norðurs.

Á þetta er bent í stöðuskýrslu almannavarna. Segir í henni að hraunbreiðan út frá eldgosinu í Meradölum stækki hratt og hraun sé farið að flæða út úr dalverpinu þar sem sprungan opnaðist.

Þrýstingurinn virðist ekki í jafnvægi

Sprungan sé ekki jafnlöng og í gær, en flæðið sé mest fyrir henni miðri og vísbendingar um að sprungan gæti lengst til norðurs.

Tekið er fram að svo virðist sem ekki sé komið jafnvægi á þrýstinginn í kvikuganginum.

Haft er eftir jarðeðlisfræðingum að það feli væntanlega í sér að annað hvort eigi flæðið eftir að aukast upp úr ganginum, eða þá að gos geti hugsanlega hafist á nýjum stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert