Fagur bláminn er varhugaverður

Blá slikjan yfir gosstöðvunum er vísbending um að það sé …
Blá slikjan yfir gosstöðvunum er vísbending um að það sé brennisteinsdíoxíð í gosmekkinum. mbl.is/Arnþór

Ágúst Kvaran, prófessor í efnafræði við Háskóla Íslands og langhlaupari með meiru, sat við rætur Hengils og beið eftir göngufélögum í fjallgöngu þegar talað var við hann í gær. Margir hafa tekið eftir blárri slikju sem virðist vera í kringum eldgosið sem hófst í Meradölum á miðvikudag og almannavarnir hafa varað við eiturgufum frá gosinu sem gætu verið skaðlegar heilsu manna.

„Þessi blái bjarmi er vísbending um að það sé brennisteinsdíoxíð í gasinu,“ segir Ágúst. Komist það í snertingu við húð, augu eða munn, eða alls staðar þar sem er smá raki, myndi það sýru með ætandi áhrif.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, föstudag.

Getur myndast sterk brennisteinssýra

„Yfirleitt er það veik sýra, en kemur þannig út að mann fer að svíða í augum og munni, en svo getur myndast sterk brennisteinssýra og það er langverst. Ef þú andar henni að þér og lungun eru full af raka, þá byrjar sýra að grassera í lungunum. Það er alveg sérstaklega talað um að þetta sé slæmt fyrir öndunarfærin,“ segir Ágúst.

Hann segir að bláminn myndist við svokallaða hvarfljómun sem verður til í flóknu ferli við myndun brennisteinsdíoxíðs, þar sem orkuríkar sameindir breytist í ljósorku sem við skynjum sem bláan bjarma og sé algengur í eldgosum þar sem jarðvegur er brennisteinsríkur.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert