Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn tapa fylgi á meðan að Viðreisn, Vinstri græn og Sósíalistaflokkurinn bæta við sig, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup.
Framsókn tapar tveimur prósentustigum í könnun Gallup í júlí miðað við síðustu könnun Gallup frá því í júní. Það er mesta tapið hjá öllum flokkum í könnuninni. Vinstri grænir bæta aftur á móti við sig 1,4 prósentustigum og er því með 8,6 prósent fylgi í stað 7,2 prósent.
Viðreisn bætir við sig mesta fylginu frá síðustu könnun eða 1,9 prósentustigum. Fer flokkurinn úr 6,7 prósentum upp í 8,6.
Miðflokkurinn heldur áfram að tapa fylgi. Hann mældist með 4,6 prósent í síðustu könnun en mælist nú með 4,4 prósent. Það þýðir að Miðflokkurinn myndi ekki ná inn manni á þing ef kosið yrði í dag.
Stuðningur við ríkisstjórnina helst sá sami og frá síðustu könnun, eða 49 prósent. Þá eru 49 prósent andvíg ríkisstjórninni.