Framsókn tapar fylgi og 49% styðja ríkisstjórnina

Framsókn tapar mestu fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup.
Framsókn tapar mestu fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram­sókn og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tapa fylgi á meðan að Viðreisn, Vinstri græn og Sósí­al­ista­flokk­ur­inn bæta við sig, sam­kvæmt nýj­um þjóðar­púlsi Gallup. 

Fram­sókn tap­ar tveim­ur pró­sentu­stig­um í könn­un Gallup í júlí miðað við síðustu könn­un Gallup frá því í júní. Það er mesta tapið hjá öll­um flokk­um í könn­un­inni. Vinstri græn­ir bæta aft­ur á móti við sig 1,4 pró­sentu­stig­um og er því með 8,6 pró­sent fylgi í stað 7,2 pró­sent.

Miðflokk­ur­inn næði enn þá ekki inn manni

Viðreisn bæt­ir við sig mesta fylg­inu frá síðustu könn­un eða 1,9 pró­sentu­stig­um. Fer flokk­ur­inn úr 6,7 pró­sent­um upp í 8,6. 

Miðflokk­ur­inn held­ur áfram að tapa fylgi. Hann mæld­ist með 4,6 pró­sent í síðustu könn­un en mæl­ist nú með 4,4 pró­sent. Það þýðir að Miðflokk­ur­inn myndi ekki ná inn manni á þing ef kosið yrði í dag.

Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina helst sá sami og frá síðustu könn­un, eða 49 pró­sent. Þá eru 49 pró­sent and­víg rík­is­stjórn­inni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert