Margir illa búnir við gosstöðvarnar í nótt

Áætlður fjöldi göngumanna við gosstöðvarnar á fjórða tímanum í nótt …
Áætlður fjöldi göngumanna við gosstöðvarnar á fjórða tímanum í nótt var á bilinu 70 til 80 manns að sögn lögreglu. mbl.is/Ari Páll

Björg­un­ar­sveit­ar­menn sem stóðu vakt­ina í nótt segja að marg­ir hafi ekki verið vel bún­ir til ferðalaga og marg­ir án höfuðljósa. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­reglu.

Áætlaður fjöldi göngu­manna við gosstöðvarn­ar á fjórða tím­an­um í nótt var á bil­inu 70 til 80 manns að sögn lög­reglu. 

Göngu­leiðin hafi reynst mörg­um erfið og flytja þurfti ein­stak­ling sem hafði snúið sig á ökkla niður af fjalli. Ann­ar göngumaður sem fann til í fæti þurfti aðstoð og einnig sá þriðji, sem hafði hrasað í hrauni.

„Þrátt fyr­ir marg­menni við gosstöðvar má segja að gengið hafi vel en áætlað er að á annað þúsund göngu­manna hafi verið á svæðinu í gær­kvöldi,“ að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Lífs­hættu­leg­ar gas­teg­und­ir í dæld­um

Lög­regl­an legg­ur áherslu á mik­il­vægi þess að hafa í huga að gossvæðið er hættu­legt svæði þar sem aðstæður geta breyst skyndi­lega. Ekki er mælt með því að að dvelja ná­lægt gosstöðvun­um vegna gasmeng­un­ar. Þegar vind læg­ir eykst hætt­an. Í dæld­um geta lífs­hættu­leg­ar gas­teg­und­ir safn­ast sam­an.

„Nýj­ar gossprung­ur geta opn­ast með litl­um fyr­ir­vara og gló­andi hraun get­ur fallið úr hraunjaðri og hröð og skyndi­leg fram­hlaup orðið þar sem nýj­ar hrauntung­ur brjót­ast fram sem erfitt get­ur verið að forðast á hlaup­um,“ var­ar lög­regl­an við.

Minnt er á gas­dreif­ing­ar­spá og upp­lýs­ing­ar hjá sa­fetra­vel.is  og Al­manna­vörn­um. Göngu­menn skuli fara vel klædd­ir og með nóg nesti sé ætl­un­in að skoða gosið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert