Ný gönguleið að gosinu

Björgunarsveitin Þorbjörn hefur lokið merkingu nýrrar leiðar að gosstöðvunum.
Björgunarsveitin Þorbjörn hefur lokið merkingu nýrrar leiðar að gosstöðvunum. mbl.is/Ágúst Óliver

Björgunarsveitin Þorbjörn kynnti á miðnætti nýja gönguleið að gosinu sem félagar sveitarinnar eru búnir að setja upp.

Leiðin er tæpir sjö kílómetrar en í dag stendur til að gefa hana út fyrir gps-tæki.

„Leiðin er einföld, hefst við gönguleið A og á Stórhól má finna nýjar stórar stikur með gráu endurskini sem fylgja má alla leið að þessu magnaða útsýni,“ segir í tilkynningunni.

Björgunarsveitin leggur áherslu á að allir sem ætla að heimsækja gosstöðvarnar vandi hvar þeir leggja bílum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka