Öryggi fólks á svæðinu aðalatriðið

Ingibjörg segir þess virði að velta fyrir sér hvort betra …
Ingibjörg segir þess virði að velta fyrir sér hvort betra sé að eiga gönguferðina eftir. mbl.is/Ari Páll

„Það sem hef­ur verið aðal­atriðið í dag er ör­yggi fólks sem fer á gossvæðið og und­ir­bún­ing­ur fyr­ir göngu­leiðir og göngu­leiðakort og allt sem ger­ir veru fólks á svæðinu ör­ugg­ari,“ seg­ir Ingi­björg Lilja Ómars­dótt­ir, fag­stjóri end­ur­reisn­ar hjá al­manna­vörn­um.

Al­manna­varn­ir hafa fundað með viðbragðsaðilum, sveit­ar­fé­lög­um, ferðaþjón­ust­unni og fleir­um í dag í tengsl­um við eld­gosið í Mera­döl­um.

Ingi­björg bend­ir á mik­il­vægi þess fólk sé vel búið og hugi að nesti, fylg­ist með veður­spá og því um líkt. „Þetta hafa verið áhersl­urn­ar á fund­un­um í dag.“

Und­ir­búa lang­tíma skipu­lag

Spurð hvort björg­un­ar­sveit­ar­menn muni áfram standa vakt­ina við gosstöðvarn­ar seg­ir Ingi­björg svo vera og að ekki sé komið á hreint hve lengi þeir muni sinna gæslu á svæðinu.

„En það er, eins og með aðgengið sjálft, verið að und­ir­búa lang­tíma skipu­lag fyr­ir það af því að við vit­um ekk­ert hvenær þessu gosi lýk­ur en vit­um það alla­vega að síðasta gos stóð yfir í sex mánuði, þannig að þetta gæti al­veg orðið lang­tíma­verk­efni.“

Veðrið sé mjög var­huga­vert

Mælið þið gegn því að fólk fari að gosstöðvun­um um helg­ina vegna veðurs?

„Veðrið er nátt­úru­lega mjög var­huga­vert og skyggnið mjög lítið, þannig að það er í raun­inni spurn­ing hvort það sé verðugt að fara þangað með til­liti til þess af því að fólk sér af­skap­lega lítið þessa stór­brotnu nátt­úru sem eld­gos er.

Þannig að það er al­veg þess virði að velta því fyr­ir sér hvort það sé ekki bara betra að eiga þessa göngu­ferð eft­ir í betra veðri, vegna þess að þetta tek­ur al­veg í kring­um sjö klukku­stund­ir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert