Skotvöllur í Álfsnesi fær nú nýtt starfsleyfi

Allt starf á vellinum á Álfsnesi hefur legið niðri í …
Allt starf á vellinum á Álfsnesi hefur legið niðri í um það bil tvö ár vegna ýmissa kærumála sem risu vegna starfseminnar þar. Ljósmynd/Styrmir Kári

Æfingar eru nú að hefjast í Álfsnesi við Kollafjörð, hvar er völlur og aðstaða Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis (Skotreyn).

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, föstudag.

Allt starf á vellinum hefur legið niðri í um það bil tvö ár vegna ýmissa kærumála sem risu vegna starfseminnar þar.

Vegna þess var farið í hljóðmælingar og aðrar athuganir á svæðinu og sýndu niðurstöður þeirra mælinga að hávaði og önnur sú röskun sem af starfinu gæti leitt væri langt undir öllum viðmiðunarmörkum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur því gefið út nýtt starfsleyfi, sem skotveiðimenn fagna.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert