Stjórn Viðreisnar hefur ráðið Svanborgu Sigmarsdóttur sem framkvæmdastjóra Viðreisnar frá og með 1. ágúst 2022. Hún tekur við af Jennýju Guðrúnu Jónsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðreisn.
Svanborg er lærður stjórnmálafræðingur og hefur frá árinu 2019 starfað sem framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Viðreisnar og verkefnastjóri sveitarstjórnarmála.
Þá hefur hún starfað hjá Ríkisendurskoðun, Umboðsmanni skuldara, Varnarmálastofnun, á Fréttablaðinu, AFP, ásamt því að kenna stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst.