Breyting á leiðakerfi vegna Gleðigöngunnar

Gleðigangan mun hafa áhrif á leiðakerfi Strætós.
Gleðigangan mun hafa áhrif á leiðakerfi Strætós. mbl.is/Hari

Hátíðarhöld vegna Hinsegin daga og Gleðigöngunnar munu koma til með að hafa áhrif á strætóleiðir sem aka um Lækjargötu og Fríkirkjuveg í dag, laugardaginn 6. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó.

Milli kl. 10 og 18 munu leiðir 1, 3, 6, 11, 12 og 13 aka hjáleið um Hringbraut og Snorrabraut á leið til og frá Hlemmi.

Verða því eftirfarandi biðstöðvar óvirkar yfir þann tíma:

  • Hallargarðurinn
  • MR
  • Lækjartorg B*
  • Þjóðleikhúsið*
  • Bíó Paradís*
  • Barónsstígur
  • Lækjartorg A
  • Ráðhúsið
  • Landakot
  • Ásvallagata

Tekið skal þó fram að leið 14 mun áfram nota biðstöðvarnar sem eru stjörnumerktar hér að ofan.

Leiðir 1, 3, 6, 11, 12 og 13 munu nota biðstöðina Snorrabraut þegar hjáleið er ekin.

Leið 11, 12 og 13 munu nota biðstöðina Háskóli Íslands þegar hjáleið er ekin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert