Gul viðvörun vegna veðurs á morgun

Gul viðvörun verður í gildi á morgun á Suðurlandi og …
Gul viðvörun verður í gildi á morgun á Suðurlandi og Faxaflóa. mbl.is/Jónas Erlendsson

Gul viðvörun vegna veðurs tekur gildi á Suðurlandi og Faxaflóa á morgun klukkan níu um morguninn, að öllu óbreyttu. Verður hún í gildi til klukkan fjögur sama dag.

Á vef Veðurstofunnar segir að búast megi við suðaustan átt 13-18 metrum á sekúndu. Hvassast verður við ströndina, við fjöll og á Reykjanesskaga.

Þá verður einnig talsverð eða mikil rigning og lélegt skyggni. Varasamt verður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og einnig fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Ekkert ferðaveður verður á gossvæðinu á meðan viðvörunin verður í gildi.

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag verður líklega lokað fyrir aðgengi að eldgosinu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka