Netárás gerð á Lyfjastofnun

Lyfjastofnun varð fyrir netárás í vikunni.
Lyfjastofnun varð fyrir netárás í vikunni. mbl.is/Hjörtur

Lyfjastofnun varð fyrir netárás í vikunni og segir stofnunin að þetta hafi haft áhrif á fimmtudag og í gær á vef sérlyfjaskrár, þjónustukerfi fyrir Mínar síður og verðumsóknarkerfi.

Fram kemur á vef Lyfjastofnunar, að strax hafi verið lokað fyrir umferð um þessi vefsvæði, og unnið hafi verið hörðum höndum að því að greina árásina, draga úr áhrifum hennar og gera kerfin virk á ný.

Hluti kominn í lag

Stofnunin segir, að engin persónugreinanleg gögn séu vistuð á umræddum svæðum, og engar vísbendingar hafi enn komið fram um að átt hafi verið við gögn. Upplýsingar í sérlyfjaskrá séu opinber gögn, og hvað Mínar síður og verðumsóknarkerfi varði sé aðeins um þjónustugáttir að ræða.

Undir kvöld í gær var sérlyfjaskrá orðin aðgengileg á ný og aðgangur í gegnum Mínar síður. Enn var unnið að viðgerð á umsóknarkerfi fyrir lyfjaverð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka