Brennisteinslyktin býsna algeng á sumrin

Brennisteinslykt við Múlakvísl er býsna algeng á þessum árstíma.
Brennisteinslykt við Múlakvísl er býsna algeng á þessum árstíma. mbl.is/Jónas Erlendsson

Í Face­book-hópn­um Jarðsögu­vin­ir skapaðist nokk­ur umræða um að brenni­steinslykt hefði fund­ist í Þak­gili í Mýr­dals­hreppi í dag.

Veður­stof­an hef­ur ekki fengið ábend­ing­ar um brenni­steinslykt við Múla­kvísl en nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur seg­ist meðvitaður um umræðuna.

„Það er ekk­ert óeðli­legt í þeim mæl­um sem við erum með í Múla­kvísl en þetta er býsna al­gengt að sumri til að það komi svona brenni­steinslykt þegar það er auk­in bráðnun að koma und­an jökl­in­um.

Það er svona meira rennsli frá jarðhita­svæðunum und­ir jökli að sumri til og þá get­ur þetta verið meira áber­andi.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert