Í Facebook-hópnum Jarðsöguvinir skapaðist nokkur umræða um að brennisteinslykt hefði fundist í Þakgili í Mýrdalshreppi í dag.
Veðurstofan hefur ekki fengið ábendingar um brennisteinslykt við Múlakvísl en náttúruvársérfræðingur segist meðvitaður um umræðuna.
„Það er ekkert óeðlilegt í þeim mælum sem við erum með í Múlakvísl en þetta er býsna algengt að sumri til að það komi svona brennisteinslykt þegar það er aukin bráðnun að koma undan jöklinum.
Það er svona meira rennsli frá jarðhitasvæðunum undir jökli að sumri til og þá getur þetta verið meira áberandi.“