Eldur kom upp í hesthúsi í Hafnarfirði

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í dag vegna eldsvoða …
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í dag vegna eldsvoða í hesthúsi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eld­ur kom upp í hest­húsi í Hafnar­f­irði í morg­un og voru tveir hest­ar inni. Til­kynn­ing barst rétt fyr­ir klukk­an sjö í morg­un en þá logaði í þak­inu. Þetta seg­ir Haf­steinn Hall­dórs­son, aðstoðar­varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu.

Slökkviliðinu tókst að koma hross­un­um út, og lít­ur út fyr­ir að þeir séu í góðu ásig­komu­lagi.

Að sögn Haf­steins geng­ur slökkvi­starfið vel. „Við erum far­in að sjá fyr­ir end­ann á þessu,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is.

Verið er að rífa niður hest­húsið núna, slökkva í glæðum og sjá hvort það leyn­ist meiri eld­ur und­ir klæðning­unni, seg­ir Haf­steinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka