Myndskeið: Hrauná sem myndaðist frá gosopinu

Hér má sjá skjáskot úr myndskeiðinu.
Hér má sjá skjáskot úr myndskeiðinu. Skjáskot/Veðurstofa Íslands

Lítið hefur sést í eldgosið í Meradölum á vefmyndavélum síðustu tvo daga sökum þoku og verða áhugasamir landsmenn því að láta myndefni af þessum eldsumbrotum nægja í bili á meðan aðgengi að gosstöðvunum er lokað.

Á myndskeiði sem Veðurstofa Íslands birti í gær má sjá að hrauná virðist hafa myndast frá gosopinu á síðustu dögum. Í gær náði áin hátt í kílómetra í austur frá gosopinu, að því er segir í færslu Veðurstofunnar.

Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur tók myndskeiðið upp á föstudaginn í eftirlitsflugi með Landhelgisgæslunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka