Óljóst hvenær opnað verður fyrir gossvæðið

Aðgengi að gosstöðvunum hefur verið lokað í morgun sökum veðurs.
Aðgengi að gosstöðvunum hefur verið lokað í morgun sökum veðurs. mbl.is/Hákon Pálsson

Ekki liggur fyrir hvenær hægt verður að opna fyrir aðgengi að gossvæðinu í Meradölum á ný en lokað hefur verið fyrir umferð ferðamanna frá því í morgun sökum veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Gul viðvörun tók gildi á Suðurlandi og í Faxaflóa klukkan níu í morgun. Búist er við 13 til 18 metrum á sekúndum og talsverðri rigningu. Versta veðrið verður meðfram suðurströndinni, frá Vestmannaeyjum og að Reykjanesinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni í morgun á að lægja upp úr klukkan tvö í dag og er búist við að veðrið verði meinlaust síðari hluta dags.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka