Töluvert slasaður eftir um 30 metra fall

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn til Reykjavíkur.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn til Reykjavíkur. mbl.is/Sigurður Bogi

Maður féll um 20 til 30 metra niður gil í Norðdal við þjóðveg­inn upp á Stein­gríms­fjarðar­heiði á Strönd­um fyrr í dag.

Úlfar Örn Hjart­ar­son, svæðis­stjóri björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Dagrenn­ing­ar á Strönd­um, staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.is. Maður­inn er tölu­vert slasaður, að sögn Úlfars.

„Okk­ar menn komu á staðinn og veg­far­andi var bú­inn að hlúa að hon­um, og okk­ar menn ásamt sjúkra­flutn­inga­mönn­um fóru ásamt lækni og hlúðu enn frek­ar að hon­um þangað til þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar kom á vett­vang.“

Óskað var eft­ir aðstoð björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar um klukk­an tíu mín­út­ur í tvö en þyrl­an lenti með mann­inn á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi rétt fyr­ir klukk­an fimm.

Úlfar seg­ir að björg­un­araðgerðir hafi heilt yfir gengið mjög vel og voru um það bil 20 manns á vett­vangi þegar mest lét.

Um það bil 20 manns voru á vettvangi þegar mest …
Um það bil 20 manns voru á vett­vangi þegar mest lét. Ljós­mynd/​Björg­un­ar­sveit­in Dagrenn­ing
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert