Ekið á gangandi vegfaranda á Akureyri

Frá aðgerðum lögreglunnar í kjölfar slyssins.
Frá aðgerðum lögreglunnar í kjölfar slyssins. Ljósmynd/Aðsend

Alvarlegt umferðarslys átti sér stað á Akureyri í morgun, þegar gangandi vegfarandi varð fyrir bíl skammt frá Bifreiðastöð Oddeyrar.

Eru meiðsli hans talin alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Hinn slasaði var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri en lögregla segir að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um líðan eða meiðsli hins slasaða.

Rannsókn á tildrögum slyssins er í höndum rannsóknardeildar lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og er vinna rannsóknardeildarinnar á vettvangi sögð langt komin. Rannsókn á tildrögum slyssins sé á frumstigi og því ekki hægt að veita frekari upplýsingar um þau að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert