Fækkar áfram í Þjóðkirkjunni

Hallgrímskirkja úr austurátt.
Hallgrímskirkja úr austurátt. mbl.is/Árni Sæberg

Alls voru 228.205 einstaklingar skráðir í Þjóðkirkjuna þann 8. ágúst síðastliðinn samkvæmt skráningu Þjóðskrár, sem birt var í gær.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag. 

Fram kemur í tölunum að þeim, sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna, heldur áfram að fækka. Þeim fækkaði um 1.061 einstakling frá 1. desember á síðasta ári.

„Næstfjölmennasta trúfélag landsins er kaþólska kirkjan með 14.710 skráða meðlimi og hefur þeim fækkað um 27 á áðurnefndu tímabili eða um 0,2%,“ segir í tilkynningu um þessar niðurstöður, á vefsíðu Þjóðskrár.

Mesta fjölgun skráninga í trú- og lífsskoðunarfélög á þessu tímabili frá 1. desember síðastliðnum átti sér stað í Siðmennt. Fjölgaði skráðum meðlimum í Siðmennt um 349 á þessu tímabili, sem er 7,6% fjölgun.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert