Geta sektað fólk sem vanvirðir lokanir

Lögreglan hefur heimild til að sekta þá sem ekki virði …
Lögreglan hefur heimild til að sekta þá sem ekki virði lokanir á gosstöðvunum. mbl.is/Tómas Arnar

Lögreglan á Suðurnesjum hefur heimild til þess að sekta fólk sem ekki virðir lokanir á gönguleiðum við gosstöðvarnar í Meradölum.

Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, í samtali við mbl.is. 

Ekki stefnt að því að sekta fólk

Hjördís segir að heimild til þess að sekta fólk sem virðir ekki lokanir sé til staðar, en að tilgangurinn með henni sé að sporna gegn því að fólk fari að gosstöðvunum í slæmu veðri og ekki sé gripið til sekta að óþörfu.

Hún segir flestir geta orðið sér úti um upplýsingar hvort svæðið sé lokað eða ekki hverju sinni. 

Síðustu daga hafa ferðamenn ítrekað hundsað tilmæli lögreglu um að fara ekki að gosstöðvunum sökum veðurs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka