„Þarna var talsverð eftirspurn sem er auðvitað frábært fyrir okkur. Hér er allt á fleygiferð,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra.
Slegist var um ellefu lóðir við Hallgerðartún á Hvolsvelli. Úthlutun fór fram í síðustu viku og þurfti fulltrúi sýslumanns að draga um það hvaða umsækjendur hlytu lóðirnar.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.
Lóðirnar eru skipulagðar fyrir parhús en tvær voru fyrir einbýlishús og aðrar tvær fyrir raðhús. Flestar umsóknir voru fyrir aðra raðhúsalóðina, 27 talsins. Þá sóttu 26 um hina raðhúsalóðina.
Nöfn umsækjenda voru sett í ómerkt umslag og dró fulltrúi sýslumanns eitt nafn í senn af handahófi. Þannig eru kostir til vara ef einhver fellur frá áformum sínum um að þiggja lóðina.
Meira í Morgunblaðinu í dag.