Leitað er að sjósundsmanni við Langasand á Akranesi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á svæðið ásamt tveimur skipum og björgunarsveitarfólki frá Björgunarfélagi Akraness. Landhelgisgæslan staðfestir þetta í samtali við mbl.is.
Útkallið kom um tuttugu mínútur yfir níu í gærkvöldi.
Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, hafði leit að manninum staðið yfir í rétt rúman klukkutíma en þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað að vettvangi klukkan 21.37.
Uppfært klukkan 6.30:
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til baka í gærkvöldi og hefur ekki tekið þátt í leitinni síðan þá. Landhelgisgæslan vildi ekki gefa frekari upplýsingar og vísar á lögregluna á Vesturlandi, sem ekki hefur tekist að ná í í morgun.