Staðan í leikskólum ekki ljós enn

Ekki lítur út fyrir að öll tólf mánaða gömul börn …
Ekki lítur út fyrir að öll tólf mánaða gömul börn komist inn á leikskóla borgarinnar í haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki lítur út fyrir að öll tólf mánaða gömul börn komist inn á leikskóla borgarinnar í haust, eins og stefnt var að fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Margar skýringar eru á þeirri stöðu, segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar.

„Við komum væntanlega með tölur og kynnum fyrir borgarráði á fimmtudaginn í næstu viku. Fólk er enn í sumarfríum og við erum líka að safna saman upplýsingum úr mjög ólíkum áttum,“ segir Helgi.

Hann nefnir að taka þurfi mið af stöðu framkvæmda á einstaka byggingum og eins þurfi að kanna hvort verktakar séu tiltækir og hvenær þeir skila af sér verkefnum. Hann bætir við að einnig þurfi upplýsingar um stöðu mönnunar á leikskólunum, svo að mörgu er að hyggja.

Mikil fjölgun umsókna

Annað sem Helgi segir að hafi einnig áhrif á hversu mörg ársgömul börn komast inn í haust, sé aukinn innflutningur fólks til Reykjavíkur.

„Það eru svo ofboðslega miklar breytingar á þessum listum hjá okkur. Hvert barn sem flytur til Reykjavíkur, sem er tveggja ára eða eldra, ýtir einhverjum út sem hefði kannski verið næstur í röðinni. Við þurfum alltaf að vinna eftir kennitöluröðuninni og erum með síkvikar upplýsingar, sem við þurfum að vinna úr til að geta gefið heildarmynd af stöðunni.“

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Helgi Grímsson.
Helgi Grímsson. Ljósmynd/Aðsend
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert