Fá ekki að stinga á mávaegg

Íbúi í Garðabæ er ósáttur við sílamávinn.
Íbúi í Garðabæ er ósáttur við sílamávinn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bæjarráð Garðabæjar hefur falið Almari Guðmundssyni, bæjarstjóra Garðabæjar, að bregðast við neikvæðri umsögn Náttúrufræðistofnunar, þar sem bæjaryfirvöldum var meinað að stinga á egg sílamáva til að draga úr fjölgun þeirra í Sjálandi í Garðabæ.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Þessi niðurstaða kemur í kjölfar þess að íbúi á Strandvegi í Sjálandi í Garðabæ sendi formlega fyrirspurn til bæjarráðs Garðabæjar, þar sem hún kvartaði undan mávageri í Sjálandi.

„Mörg dæmi eru um að mávarnir ráðist á fólk. Það er ekki svefnfriður á nóttunni, og þetta ástand er algjörlega óþolandi,“ kemur fram í fyrirspurn íbúans. Þá krafðist hún aðgerða frá bæjaryfirvöldum.

Málið var tekið fyrir hjá bæjarráði Garðabæjar á mánudaginn. Þar upplýsti Almar um neikvæða umsögn Náttúrufræðistofnunar.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert