Sjósundsmaðurinn sem leitað var að í gærkvöldi fannst látinn.
Leitað var að manninum við Langasand á Akranesi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á svæðið ásamt tveimur skipum og björgunarsveitarfólki frá Björgunarfélagi Akraness.
Um fimmtíu björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni.
Ásmundur Kr. Ásmundsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, segir að málið sé til rannsóknar.