Gætu verið spurð um skilríki

Sektarheimild er sótt í lögreglulög, sem kveða á um að …
Sektarheimild er sótt í lögreglulög, sem kveða á um að fylgja skuli fyrirmælum lögreglunnar. mbl.is/Ari Páll

Ákvörðun þess efnis að banna börnum undir 12 ára að koma að gossvæðinu er matskennd en henni verður framfylgt, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. 

Forsjáraðilar gætu þá þurft að framvísa skilríkjum barna sem vilja fara á gossvæðið, ef lögregla telur þörf á því.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag. 

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað í gær að takmarka aðgengi barna yngri en 12 ára að gosstöðvunum í Meradölum, þegar svæðið er opið. Lögregla getur veitt almenn fyrirmæli á hættustundu samkvæmt 23. gr. laga um almannavarnir.

„Mönnum er skylt að fara eftir fyrirmælum lögreglu og ef það er ekki gert, þá er hægt að beita sektum samkvæmt lögreglulögum,“ segir Úlfar, spurður hvort unnt sé að sekta fólk sem fer að gosinu eða þá sem halda að gosinu með börn undir 12 ára aldri. 

Matskennd ákvörðun 

Spurður hvernig eftirliti með slíku er háttað segir Úlfar: „Við verðum með virkt eftirlit á Suðurstrandarveginum, við tölum við þá sem fara í gegn.“

Gæti þá verið spurt um skilríki hjá börnum?

„Það gæti komið fyrir, ef vafi leikur á aldri.“

Hvers vegna 12 ára börn? Er eitthvað sem liggur þarna að baki?

„Hvers vegna ekki? Þetta er náttúrlega matskennd ákvörðun,“ segir Úlfar. Ekki fengust nánari upplýsingar um ástæður aldurstakmarksins.

Meira um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert