Gígur að myndast á miðri sprungunni

Lítið sést á vefmyndavélum mbl.is á gosstöðvunum þessa stundina en …
Lítið sést á vefmyndavélum mbl.is á gosstöðvunum þessa stundina en lokað hefur verið að gosstöðvunum vegna veðurs frá því á sunnudag. mbl.is/Ágúst Óliver

„Það er eins og það sé að myndast einn gígur á miðri sprungunni og jafnvel tveir gígar hvor sínum megin,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Hann segir að þrátt fyrir þokusúldina við gosstöðvarnar í Meradölum hafi sést úr einni vefmyndavél í nótt.

„Virkni virðist vera svipuð og við höfum séð, það eru háir kvikustrókar. Óróinn er áfram fremur stöðugur en hann var jafnvel heldur kröftugri í gærdag. Nú er hann svipaður og hann var fyrir það.“

Einar bætir við að veðrið gæti haft áhrif á mælingarnar en Veðurstofan heldur áfram að fylgjast með gosinu, sem er vikugamalt í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert