Ákveðið hefur verið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.
„Þeim sem hyggjast ganga að gosstöðvunum er ráðlagt að búa sig vel áður en lagt er af stað,“ segir í tilkynningunni.
Unnið hefur verið að lagfæringum og merkingum á gönguleið A, sem er vinsælasta leiðin að gosstöðvunum.
Almannavarnir funduðu í morgun klukkan hálfníu um aðstæður við gosstöðvarnar í Meradölum. Lokað hefur verið við gosstöðvarnar frá því á sunnudag.