Hundrað rampar komnir og 900 eftir

Mikil stemming var á svæðinu þegar klippt var á borðan …
Mikil stemming var á svæðinu þegar klippt var á borðan að rampinum fyrir utan Sjóminjasafnið á Eyrabakka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hundraðasti rampurinn var vígður fyrir framan Sjóminjasafnið á Eyrabakka klukkan 14 í gær sem partur af verkefninu römpum upp Ísland.

Römpum upp Ísland hófst formlega með vígslu á fyrsta rampinum þann 23. maí í Hveragerði og er stefnt að því setja upp 1000 rampa um allt land á næstu fjórum árum. Eru því 900 rampar eftir.

Leikskólabörn frá leiksólanum Strandheimum á Eyrarbakka og íbúar á Sólvöllum voru sérstakir gestir á athöfninni. Leikskólabörnin sungu nokkur lög við athöfnina. Þá voru Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Fjóla St. Kristinsdóttir bæjarstjóri Árborgar viðstödd og fluttu bæði ávörp.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra var á staðnum og flutti ávarp.
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra var á staðnum og flutti ávarp. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 

Stofnaður var sjóður með aðkomu fjölmargra fyrirtækja og aðila sem standa straum af kostnaði fyrir þá verslunar- og veitingahúsaeigendur sem taka þátt í verkefninu Römpum upp Ísland.

Með römpunum er stefnt að því að gera öllum kleift að sækja veitingastaði og verslanir á landinu öllu.  Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins. 

Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno mætti á athöfnina.
Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno mætti á athöfnina. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka